Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hvað er svikaskáld?

Mynd: Fríða Ísberg / Fríða Ísberg

Hvað er svikaskáld?

24.03.2017 - 16:56

Höfundar

Fríða Ísberg og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðal þeirra fjölmörgu ljóðskálda sem komið hafa fram á ljóðasamkomum í marsmánuði. Þær stunda báðar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands og undirbúa nú ásamt fjórum öðrum útgáfu ljóðasafns.

Rætt er við Fríðu og Ragnheiði Hörpu í þættinum Orð*um bækur um ritlistarnámið, leið þeirra til ljóðsins, feimnina fyrir hönd eigin texta og mikilvægi þess að senda hann út í heim ... og þær upplýsa hvað býr að baki orðinu svikaskáld

Þær kalla sig svikaskáld og þær eru sex. Auk þeirra Fríðu og Ragnheiðar Hörpu eru þetta Melkorka Ólafsdóttir tónlistarmaður, Sunna Dís Másdóttir verkefnisstjóri og bókmenntarýnir Kiljunnar, Þórdís Helgadóttir textasmiður og Þórdís Hjörleifsdóttir kennari. Til að standa straum af útgáfuni bjóða þær ljóðasafnið til sölu fyrirfram og ef þú hefur áhuga þá má tryggja sér eintak með því að smella hér.

Mynd: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir / Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Ragnheiður Harpa les ljóð sín á ljóðasíðdegi Partusar og Bókabúðar Forlagsins á Fiskislóð