Húsnæðiskostnaður fasteignaeigenda á Íslandi hefur hækkað um 43 prósent umfram almennt verðlag frá árinu 2010. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þetta er mun meira en á hinum Norðurlöndunum en næstmestu hækkanirnar eru í Noregi og Svíþjóð þar sem húsnæðiskostnaðurinn hefur hækkað um 20-23 prósent umfram almennt verðlag á sama tímabili.