Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Húsnæðiskostnaður hækkað 43% umfram verðlag

04.09.2018 - 09:04
Drónamyndir.
 Mynd: RÚV
Húsnæðiskostnaður fasteignaeigenda á Íslandi hefur hækkað um 43 prósent umfram almennt verðlag frá árinu 2010. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þetta er mun meira en á hinum Norðurlöndunum en næstmestu hækkanirnar eru í Noregi og Svíþjóð þar sem húsnæðiskostnaðurinn hefur hækkað um 20-23 prósent umfram almennt verðlag á sama tímabili.

Í mánaðarskýrslunni kemur líka fram að framboð af nýbyggingum á íbúðamarkaði hefur aukist talsvert það sem af er þessu ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru íbúðir í nýbyggingum, það er íbúðir með byggingarár skráð í ár eða í fyrra, samtals 18% allra íbúða sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Um 70 prósent nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu seljast á eða yfir ásettu verði. Meðalsölutími nýbyggðra íbúða er nú um 20 dögum styttri en fyrir ári síðan.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV