Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Húsleit vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

21.02.2018 - 09:34
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Sænska lögreglan fór í húsleit á nokkrum stöðum í Stokkhólmi og nágrenni snemma í morgun. Á vef embættisins segir að aðgerðirnar hafi beinst gegn skipulögðum glæpasamtökum ásamt rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Á vef Aftonbladet kemur fram að lögreglan hafi meðal annars ráðist til inngöngu í höfuðstöðvar glæpasamtakanna Hells Angels eða Vítisengla í Bromma. Blaðið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV