Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Húsið sem sprakk

Mynd: RÚV / Karl Sigtryggsson

Húsið sem sprakk

19.07.2016 - 13:40

Höfundar

Í ár eru fjörtíu ár liðin frá því mikil sprenging varð í einu reisulegasta íbúðarhúsi Akraness, Vesturgötu 32. Sprenginging varð í miðstöðvarkút í húsinu um miðja nótt og húsið nær eyðilagðist við sprenginguna. Tvær konur voru í húsinu, mæðgur, og sluppu þær lifandi fyrir einhverskonar kraftaverk. Dóttirin, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir var þrettán ára þegar þetta var og hún man vel eftir þessari örlagaríku nótt.

„Það fór eiginlega allt eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Bróðursonur minn átti að gista í húsinu um nóttina en gerði það ekki vegna þess að það var þrumuveður svo pabbi hans sótti hann. Nóttina áður voru líka átta manns, aukalega í húsinu, og það eru engar líkur á að fólkið hefði sloppið lifandi ef sprengingin hefði orðið þá,“ segir Helga.

Rætt var við Helgu í þættinum Akranes í 50 ár þar sem rifjað var upp efni frá síðustu fimmtíu árum frá Akranesi og víðar að af Vesturlandi.