Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Húsavík höfuðborg ástarinnar

Mynd með færslu
 Mynd:

Húsavík höfuðborg ástarinnar

26.11.2012 - 10:34
Leikfélag Húsavíkur frumsýndi söngleikinn Ást, eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson, laugardaginn 24. nóvember.

Söngleikurinn Ást er íslensk saga, fjörleg og skemmtileg, en með alvarlegum undirtón. Víst er að áhorfendur muni kannast við sögupersónurnar, sem allar eru sóttar í íslenskan veruleika. Nína birtist einn daginn á elliheimilinu og ætlar sér ekki að vera þar nema skamma stund, en svo hittir hún Grjóna og ástin fyllir líf þeirra og það eru ekki allir ánægðir með!

Um tuttugu leikarar stíga á svið ásamt þriggja manna hljómsveit en fjöldi þekktra íslenskra og erlendra sönglaga fléttast inn í atburðarás verksins. Hafa erlendu lögin, eftir höfunda á borð við Lennon, McCartney, Lou Reed o.fl., verið íslenskuð sérstaklega fyrir þessa uppfærslu. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson og tólistarstjóri Knútur E. Jónasson. 

Með Söngleiknum Ást vill Leikfélag Húsavíkur í samvinnu við fyrirtæki í bænum og Húsavíkurstofu gera Húsavík að höfuðborg ástarinnar.