Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hús á Akranesi talsvert skemmt af reyk og hita

30.06.2018 - 06:21
Innlent · Akranes · Eldur · Vesturland
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Mynd úr safni. Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Skagabraut á Akranesi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Húsið er talsvert skemmt eftir brunann, aðallega eftir reyk og hita. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar réði niðurlögum eldsins hratt og vel að sögn lögreglu á Akranesi. Eldurinn var í stofu hússins en það var mannlaust þegar hann kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir