Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hundruð tölva sýktar í Danmörku

15.05.2017 - 09:49
epa05962084 A computer keyboard sits on a world map in ths photo taken in Taipei, Taiwan, 14 May 2017. According to news reports, a 'Ransomware' cyber attack has hit computers in 99 countries with the attacker demanding 300 US dollars in Bitcoin
 Mynd: EPA
Að minnsta kosti þrjú hundruð tölvur í Danmörku eru smitaðar af veirunni sem dreifði sér um heimsbyggðina um nýliðna helgi. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir öryggissérfræðingi hjá tölvufyrirtækinu CSIS. Að hans sögn hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar orðið fyrir barðinu á veirunni.

Strax á laugardag höfðu sérfræðingar CSIS haft spurnir af um það bil eitt hundrað sýktum tölvum. Þeim fjölgaði ekki að ráði í gær, en þegar fólk kom til vinnu í morgun og ræsti tölvur sínar kom í ljós að veiran hafði dreift sér töluvert meira en fyrr var vitað. Að sögn sérfræðings CSIS hefur nokkrum útgáfum af veirunni verið dreift yfir helgina. Ekki er talið að hún hafi borist í nein tölvukerfi í Danmörku sem talin eru mikilvæg fyrir lífæðar samfélagsins.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV