Að minnsta kosti þrjú hundruð tölvur í Danmörku eru smitaðar af veirunni sem dreifði sér um heimsbyggðina um nýliðna helgi. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir öryggissérfræðingi hjá tölvufyrirtækinu CSIS. Að hans sögn hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar orðið fyrir barðinu á veirunni.