Hundruð innflytjenda handteknir

11.02.2017 - 10:02
Innflytjendur mótmæla stefnu Trumps í Washington, 22.nóvember 2016.
 Mynd: EPA
Hundruð innflytjenda sem búa í Bandaríkjunu án tilskilinna leyfa, hafa verið handteknir undanfarna viku. Þetta eru fyrstu aðgerðirnar í þá átt að flytja innflytjendur úr landi frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforsta, 26. janúar.

 

Yfirvöld innflytjendamála segja að aðgerðirnar beinist gegn þekktum glæpamönnum. Að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post hefur þó fólk líka verið handtekið sem ekki er á sakaskrá.

Starfsmenn innflytjendaeftirlitsins fóru inn á heimili fólks og vinnustaði í borgunum Atlanta, Chicago, New York og á svæðinu umhverfis Los Angeles-borg. Þá voru innflytjendur einnig handteknir í Norður- og Suður-Karólínu. Hundruð innflytjenda voru handteknir. Fólkið kann að verða flutt úr landi.

Dvalarleyfislausum innflytjendum sem framið höfðu glæpi í Bandaríkjunum, var vísað úr landi í tíð síðastu ríkisstjórnar, stjórnar Baracks Obama. Nú virðist hins vegar eiga að vísa fólki úr landi sem ekki er á sakaskrá. Það er nýlunda, að því er fram kemur í Washington Post.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að vísa úr landi þremur milljónum innflytjenda sem ekki eru með dvalarleyfi og hafa brotið gegn bandarískum lögum. Talið er að um 11 milljón innflytjendur búi í Bandaríkjunum án dvalar- eða búsetuleyfis.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi