Á Taívan hafa karlmenn borðað hundakjöt í von um að auka kyngetuna. Mynd: EPA
Stjórnvöld á Taívan hafa bannað sölu og neyslu hunda- og kattakjöts. Þetta kemur fram í nýjum lögum um dýravernd. Í eldri lögum var einungis bannað að versla með hunda- og kattakjöt.
Þá eru viðurlög hert við illri meðferð dýra. Slík brot varða allt að eins árs fangelsi og háum sektum. Þá er eigendum gæludýra bannað að viðra þau með því að festa tauminn í bíl eða mótorhjól og láta þau hlaupa með ökutækjunum.
Hundakjöt þykir ennþá herramannsmatur í nokkrum Asíuríkjum, meðal annaars Kína, Kóreu, Indónesíu og á Filippseyjum. Á Taiwan hafa karlar iðulega borðað hundakjöt í von um að auka kyngetuna.