Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hunda- og kattakjötsát bannað á Taívan

12.04.2017 - 12:21
epa05380816 Dog meat for sale at a market in Yulin city, southern China's Guangxi province, 21 June 2016. The Yulin dog meat festival falls on 21 June 2016, the day of summer solstice, a day that many local people celebrate by eating dog meat,
Á Taívan hafa karlmenn borðað hundakjöt í von um að auka kyngetuna. Mynd: EPA
Stjórnvöld á Taívan hafa bannað sölu og neyslu hunda- og kattakjöts. Þetta kemur fram í nýjum lögum um dýravernd. Í eldri lögum var einungis bannað að versla með hunda- og kattakjöt.

Þá eru viðurlög hert við illri meðferð dýra. Slík brot varða allt að eins árs fangelsi og háum sektum. Þá er eigendum gæludýra bannað að viðra þau með því að festa tauminn í bíl eða mótorhjól og láta þau hlaupa með ökutækjunum.

Hundakjöt þykir ennþá herramannsmatur í nokkrum Asíuríkjum, meðal annaars Kína, Kóreu, Indónesíu og á Filippseyjum. Á Taiwan hafa karlar iðulega borðað hundakjöt í von um að auka kyngetuna.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV