Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hunangshjörtu

Mynd með færslu
 Mynd: DR

U.þ.b. 15 stk.

Innihald:
Hunangskökudeig:
1 tsk pottaska
1 eggjarauða
2 tsk hunangskökukrydd
165 g hveiti
165 hunang

Glassúr:
100 g flórsykur
Svolítið af gerilsneyddum eggjahvítum
Hugsanlega grænn ávaxtalitur
Hugsanlega gullkúlur

Aðferð:
Hunangskökudeig.
Hrærið pottöskuna út í eggjarauðuna. Blandið hunangskökukryddi og hveiti vel saman. Hnoðið nú öllum efnunum saman í deig í hrærivél með hnoðara. Pakkið deiginu í plastpoka og látið það bíða í ísskáp í að minnsta kosti 1 klukkutíma og gjarnan í tvo daga.

Fletjið deigið út með svolitlu aukahveiti í 1/2 sm þykkt. Mótið deigið með hjartamóti sem er um það bil 7 sm þar sem það er breiðast. Leggið hjörtun á bökunarplötu með smjörpappír og látið þau hvíla í klukkustund.

Hitið ofninn í 180 gráður. Bakið hunangshjörtun í ofninum í um það bil 6-10 mínútur (allt eftir ofninum og þykkt deigsins). Látið þær því næst kólna alveg á rist.

Glassúr:
Sigtið flórsykurinn og þeytið hann með svolitlum gerilsneyddum eggjahvítum þar til glassúrinn er kríthvítur og loftkenndur. Glassúrinn á að vera það stífur að hann fljóti ekki saman þegar maður hrærir í honum. Setjið glassúrinn í kramarhús úr smjörpappír og klippið lítið gat í endann. Skreytið nú hunangshjörtun með nöfnum gestanna eða öðru.

Það er góð hugmynd að æfa sig aðeins á smjörpappír áður en maður byrjar á hjörtunum.

Hunangshjörtin geymast undir klút í kæli í tvær vikur en látið vera að setja glassúrinn á ef það á ekki að borða þau strax. 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir