Þrátt fyrir að bókin sé kynnt sem ljóðabók er söguþráður sem liggur í gegnum hana. „Bókin fjallar í raun um tvær konur; Flórídu sem er uppgjafarpönkari og svo mun yngri konu sem flytur til Berlínar í hálfgerður áfallastreytuástandi,“ segir Bergþóra í viðtali við Kiljuna. Sjálf bjó hún úti í Berlín um tíma, kynntist hún Flórídu þar? „Sko, já og nei. Hún er byggð á nokkrum manneskjum sem ég kynntist úti í Berlín. Ég átti skrautlegan hóp af vinum þegar ég var þarna úti. En hún er líka afkvæmi míns vanskapaða huga, ég myndi aldrei vilja að nein af þeim manneskjum sem ég byggði hana lauslega á myndi lesa þetta og halda að þetta væri hún.“