Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Húmanistaflokkurinn blæs til sóknar

31.05.2012 - 18:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Húmanistaflokkurinn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum í öllum kjördæmum. Flokkurinn tilkynnti um framboðið á blaðamannafundi í dag.

Húmanistaflokkurinn var stofnaður árið  1984. Hann hefur boðið fram þrisvar til alþingiskosninga og fjórum sinnum tekið þátt í sveitarstjórnarkosningum, síðast árið 2002. Ekki var hljómgrunnur fyrir framboðinu í þessi skipti. Júlíus Valdimarsson, talsmaður flokksins, segir að ástæðan fyrir því að Húmanistaflokkurinn hafi ekki boðið fram að undanförnu sé sú að meðan dansinn var á sem mestu spani kringum gullkálfinn hafi ekki verið mikið pláss fyrir húmanískar tillögur eða manngildistöllögur. „En núna verðum við vör við að fólk er að leita eftir öðruvísi samfélagi.“

Flokkurinn leggur til nokkuð róttækar breytingar á samfélaginu, meðal annars að fjármálakerfið verði undir stjórn ríkisins og stofnaðir verði bankar sem ekki noti vexti. „Við leggjum til Vaxtalaust hagkerfi. Vextir eru þrælaskattur og það er engin röksemd fyrir því,“ segir Júlíus Valdimarsson.