Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hugleiddi að halda áfram

27.09.2012 - 19:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Jóhanna Sigurðardóttir viðurkennir að hún hafi hugleitt að halda áfram. Eftir að hún hafi hins vegar rætt málið við sína flokksfélag og ekki síður fjölskyldu hafi hún tekið þessa ákvörðun. Hún segir það vera hlutverk landsfundar flokksins að velja næsta formannsefni.

Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu í kvöldfréttum Sjónvarps. Þar sagði Jóhanna einnig að hún vildi að næsti formaður Samfylkingarinnar yrði forsætisráðherra eftir næstu kosningar. Hún sagði það hins vegar landsfundarins að velja næsta formann. Viðtalið verður sýnt í heild sinni í Kastljósi í kvöld.