Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hryllingur og Airwaves gott

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ól. Bragason - Rás 2

Hryllingur og Airwaves gott

28.10.2018 - 13:11

Höfundar

Í þættinum í dag verður boðið upp á hryllingsmúsík í tilefni Hrekkjavöku sem er á miðvikudaginn, en íslendingar virðast spenntari fyrir Halloween með hverju árinu sem líður.

Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður úr keltneskri trú þar sem hét upphaflega Samhain. Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetursins.

Hrekkjavaka er haldin ár hvert 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu.

Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.

Hrekkjavöku fylgdu ýmsar hefðir, leifar sumra þeirra lifa í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi, og fái þau það ekki kasta þau oft eggjum í hús þeirra sem ekki gefa þeim.

Í tilefni af Halloween ætla ég að spila soldið af Halloween og hryllings-tengdri músík, lög sem fjalla á einhvern hátt um skrýmsli, ófreskjur, morðingja og kölska sjálfan.

Og í seinni hlutanum kemur Sindri Ástmarsson dagskrárstjóri Iceland Airwaves í heimsóknn með fim lög með fimm erlendum listamönnum sem hann segir að gestir hátíðarinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-

Tengdar fréttir

Tónlist

Sálin Hans Jóns Míns

Tónlist

Ísland-Finnland og Gospel

Tónlist

Bowie, Wolf Alice og kristileg tónlist

Tónlist

Paul McCartney og Egypt Station