Hryðjuverk kveikjan að dansverki

Mynd:  / 

Hryðjuverk kveikjan að dansverki

01.11.2016 - 16:00

Höfundar

Dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sýnir dansverk í Gamla bíói, FUBAR, en í því er hún m.a. innblásin af þeirri reynslu sinni að hafa verið viðstödd hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra, með manni sínum og dóttur. Blessunarlega sluppu þau öll ósködduð frá þeim. Þessir viðburðir urðu kveikjan að verkinu, að sögn Sigríðar Soffíu.

Víkingur Kristjánsson tók Sigríði Soffíu tali og ræddi við hana um þetta tiltekna verk og danslistina almennt. Spurð að því hvað það sé við dansformið sem heilli hana segir Sigríður Soffía að hún hafi rosalegan áhuga á hreyfingum annarra, taki t.d. eftir skemmtilegu göngulagi eða hvort viðkomandi er meiddur á öxl.