Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hrunið er að baki

01.01.2014 - 14:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenska þjóðin stendur á tímamótum. Að baki er fimm ára glíma við afleiðingar bankahrunsins, framundan er skeið endurreisnar, nýrrar sóknar og betra lífs.

Þetta var á meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sagði við þjóð sína í áramótaávarpi sínu sem hann flutti eftir hádegi. „Í glímunni við skuldavanda heimilanna er sáttmáli kynslóðanna forsendavíðtækrar lausnar, líkt og þjóðarátak er lykillinn að bættri kunnáttu í skólum landsins. Metnaður Íslendinga er að vera í fremstu röð í lestrargetuunglinganna; annað sæmir vart bókaþjóð, eins og við köllum okkur á góðri stundu.“

Forsetinn lagði áherslu á samstöðu. „Samstaðan hefur jafnan reynst okkur vel þegar vanda þarf það sem lengi skal standa, verið leiðarljós um erfiða hjalla. Auðvitað verða alltaf ýmis ágreiningsefni, togstreita um hagsmuni, sókn og vörn á vettvangi ákvarðana, tekist á um stefnur og strauma. Slíkt er og verður aðal hins lýðræðislega samfélags. En styrkur okkar, farsæld Íslendinga,mun vaxa jafnt og þétt þegar samstaða er lögð til grundvallar; hin litla þjóð sem á fáeinum áratugum treysti sjálfstæði sitt, innviði efnahagslífs og velferðar,öðlaðist í krafti eigin getu traustan sess í samfélagi ríkja heims.“