Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hrun í bóklestri Íslendinga

Mynd: memyselfaneye / Pixabay

Hrun í bóklestri Íslendinga

05.07.2015 - 16:00

Höfundar

Í júní á þessu ári birti Félag íslenskra bókaútgefenda tölur úr könnun sem félagið lét gera um bóklestur hér á Íslandi.

Tölurnar vöktu mikla skelfingu því að bóklestur hér á landi hefur hrunið undanfarin ár. Fjöldi þeirra sem aldrei lesa bækur hefur næstum því tvöfaldast á aðeins fjórum árum. Árið 2011 var fjöldi þeirra sem las enga bók árið áður 7 prósent Íslendinga. Í ár eru það 13,3 prósent Íslendinga sem aldrei lesa bækur, og ku það hlutfall vera með því hæsta í heiminum.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir veltir fyrir sér mögulegum áhrifavöldum, svo sem nýlegri hækkun á virðisaukaskatti á bókum, og aukinni notkun á spjaldtölvum og lesbrettum. Hún rýnir í skýrslu Samráðsnefndar um framtíð íslenskrar bókaútgáfu sem kom út í janúar 2014.