Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hrossagaukur í Mýrdal

21.03.2013 - 12:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Hrossagaukur hefur sést við bæinn Vatnsskarðshóla í Mýrdal. Bóndinn á bænum, Þorsteinn Gunnarsson, sá einn á flugi í morgun, en man ekki til þess að hafa séð hrossagauk svo snemma vors.

Í gær sáust runntítla og fjallafinka við Höfn og hrímtittlingur og silkitoppur á Húsavík að því er fram kemur á vefnum fuglar.is.

Samkvæmt gamalli þjóðtrú skiptir miklu máli úr hvaða átt heyrist í hrossagauknum. Gömul gauksvísa er eitthvað á þessa leið: Í suðri er sælugaukur. Í vestri vesæll gaukur. Í norðri námsgaukur. Í austri auðsgaukur. Uppi er unaðsgaukur og niðri nágaukur.

Tengdar fréttir