Hreyfiseðlar gegn lífstílssjúkdómum

23.05.2014 - 16:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Samningar voru í dag undirritaðir um að læknar geti framvegis ávísað hreyfiseðlum á þá sjúklinga sem þeir telja að reglubundin hreyfing geti gagnast sem hluti af meðferð. Gert er ráð fyrir að samningar liggi fyrir um notkun hreyfiseðla í öllum heilbrigðisumdæmum landsins fyrir lok júní.

Heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gera hreyfiseðla að hluta af almennri heilbrigðisþjónustu eftir góðan árangur í tilraunaverkefni í notkun þeirra. Hreyfiseðlarnir eru að sænskri fyrirmynd en þetta meðferðarform hefur náð mikilli útbreiðslu þar, samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Hreyfiseðlarnir hafa hefur gefist vel erlendis til dæmis í baráttunni við ýmsa lífsstílssjúkdóma eins og of háan blóðþrýsting og sykursýki tvö. Hreyfiseðlum hefur einnig verið ávísað til fólks sem glímir við vægt þunglyndi og kvíða.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagðist við undirritun samninganna í dag vera viss um að hreyfiseðlarnir eigi eftir að bæta líf margra og jafnframt hvetja fólk og styrkja til þess að taka aukna ábyrgð á heilsu sinni.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi