Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hreppslistinn sigraði í Súðavíkurhreppi

Mynd með færslu
 Mynd:
Hreppslistinn er sigurvegari kosninganna í Súðavíkurhreppi, hlaut 61,6 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Lýðræðislistinn fékk 38,4 prósent og tvo menn. Kjörsókn var 88,19 prósent.

Í hreppsnefnd verða Pétur Georg Markan, Anna Lind Ragnarsdóttir og Sigmundur H. Sigmundsson fyrir Hreppslistann. Eiríkur Valgeir Scott og Halldór Pétursdóttir verða fulltrúar Lýðræðislistans.