Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hreinn meirihluti hélt í Hveragerði

Mynd með færslu
 Mynd: hveragerdi.is
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í Hveragerði og fjórum mönnum. Okkar Hveragerði fékk tvo menn og Frjálsir með Framsókn einn mann.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 52,4% atkvæða og tapaði 6% frá því fyrir fjórum árum. Okkar Hveragerði fékk 33% og Frjálsir með Framsókn 14,5%. 

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn náðu kjöri Eyþór Haraldur Ólafsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri sem var í baráttusætinu. 

Njörður Sigurðsson og Þórunn Pétursdóttir náðu kjöri fyrir Okkar Hveragerði og Garðar Rúnar Árnason fyrir Frjálsa með Framsókn.

1.527 greiddu atkvæði og 1.956 voru á kjörskrá.

Björn Friðrik Brynjólfsson
Fréttastofa RÚV