Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bætist dómur Sigurðar ofan á þann fjögurra ára dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu.
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var sýknaður auk þess sem tveimur ákæruliðum á hendur honum var vísað frá dómi.
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd Kaupþings, var sýknuð.
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta Kaupþings, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.
Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta, voru dæmdir í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Aðalmeðferð í málinu hófst í lok apríl og voru réttarhöldin þau umfangsmestu í íslenskri réttarsögu. Um fimmtíu vitni voru leidd fram og réttarhöldin tóku margar vikur. Þau snerust um meint sýndarviðskipti níumenningana með hlutabréf í Kaupþingi. Í ákæru sérstaks saksóknara því haldið fram að blekkingar og sýndarmennska hafi verið grunnur þessara umfangsmiklu viðskipta.
Málsvarnarlaun verjenda voru yfir 250 milljónir króna. Þar af á ríkissjóður að greiða hátt í 100 milljónir en sakborningar afganginn.