Houston áfram - meistararnir hiksta

epa07526613 Golden State Warriors center Kevon Looney (2-L), Los Angeles Clippers guard Patrick Beverley (3-L) and Golden State Warriors forward Kevin Durant (2-R) fight for a rebound during the NBA Western Conference Playoffs game five at Oracle Arena in Oakland, California, USA, 24 April 2019.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO / EPA PHOTOS SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Houston áfram - meistararnir hiksta

25.04.2019 - 06:36
Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri gegn Utah Jazz í jöfnum og spennandi leik í nótt. Lokatölur urðu 100-93 fyrir Houston, þar sem James Harden fór fyrir heimamönnum, eins og svo oft áður, og skoraði 26 stig.

Houston mætir annaðhvort ríkjandi meisturum Golden State Warriors eða Los Angeles Clippers. Þau áttust við í fimmta sinn í nótt, og gátu meistararnir tryggt sæti sitt í undanúrslitum með sigri. Það tókst ekki, þrátt fyrir stórleik Kevin Durant sem skoraði 45 stig fyrir heimamenn. Gestirnir úr borg englanna báru sigur úr býtum með 129 stigum gegn 121, þar sem þeir Lou Williams og Montrezl Harrell komu sterkir inn af bekknum. Williams skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar, og Harrell skoraði 24 stig.

Steve Kerr, þjálfari Golden State, var allt annað en sáttur að leik loknum og sagði leikmenn sína hafa gengið að sigrinum vísum. Liðin eigast við í sjötta sinn í Los Angeles aðfaranótt laugardags.