Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Höskuldur:„Þetta var ferlegt“

06.04.2016 - 23:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stal senunni þegar hann ljóstraði því óvænt upp í stiganum í Alþingishúsinu að Lilja Alfreðsdóttir yrði utanþingsráðherra og að þingkosningar yrðu í haust. Hann útskýrir þetta í færslu á Facebook þar sem hann viðurkennir að þetta hafi verið ferlegt. „Ég viðurkenni það en svona er þetta. Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhvers konar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.

Höskuldur segir í færslunni að eftir langan fundi í þingflokknum hafi þingmennirnir beðið á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur færu fram að svara blaðamönnum.  „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“

Höskuldur segir að það hafi ekki hvarflað að sér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það en svona er þetta. Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhvers konar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“

Mynd: RÚV / RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV