Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hornsteinn lagður að Þeistareykjavirkjun

23.09.2016 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun. Virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir frá grunni.

Þeistareykjavirkjun er 90 megawatta jarðvarmavirkjun sem reist verður í tveimur áföngum. Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga haustið 2017 og þeim síðari árið 2018. 

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, setti athöfnina og sagði að bygging Þeistareykjavirkjunar markaði tímamót fyrir iðnað og atvinnustarfsemi þar nyrðra. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þetta mikilvægan áfanga fyrir fyrirtækið. Mikið hafi verið lagt upp úr að vanda undirbúning og rannsóknir á Þeistareykjasvæðinu.

Fjölmargir gestir voru við athöfnina, sem fór fram í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Þeirra á meðal Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV