Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hollande heimsækir helstu mosku Parísar

10.01.2016 - 12:05
epa04558446 Police officer guard the entrance of Paris Great Mosque, France, 13 January 2015. The terrorist alert level is at its highest point since the attack and around 10000 policemen and militaries have been deployed in the French capital. Since the
 Mynd: EPA
Francois Hollande, forseti Frakklands, heimsótti í dag helstu mosku Parísarborgar. Þess er minnst í dag að ár er liðið frá árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og verslun í eigu gyðinga í París. 17 féllu í árásunum. Ekki var tilkynnt um heimsókn Hollande í moskuna fyrir fram. Fyrr um daginn hafði hann tekið þátt í athöfn vegna þess að ár er liðið frá samstöðufundi einnar og hálfrar milljónar manna, sem efnt var til eftir árásirnar.

Í gær var opið hús í hundruðum moska í Frakklandi. Með því vildi Ráð múslíma í Frakklandi minnast samstöðugöngunnar og gefa fólki tækifæri til að líta í heimsókn, ræða um trúarbrögðin íslam og skapa aukið samlyndi í landinu.