Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Högni Egilsson í jólatónlistarveislu DR

Mynd: DR / DR

Högni Egilsson í jólatónlistarveislu DR

23.12.2017 - 16:40

Höfundar

Árleg jólatónlistarveisla DR, danska ríkisútvarpsins er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 21:45. Sinfóníuhljómsveit DR mun koma áhorfendum í jólaskap auk þess sem ýmsir norrænir listamenn stíga á svið, þeirra á meðal Högni Egilsson.

Stjórnendur þáttarins verða danska blaðakonan Annette Heick og leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Jacob Riising. Þemað í ár er níundi áratugurinn og í dagskránni verður litið um öxl til liðinna tíma, mögulega með dálitlum söknuði.  

Sinfóníuhljómsveit og ungmennakór DR munu syngja inn jólin, ásamt einvala liði tónlistarfólks af Norðurlöndunum. Fulltrúi Íslendinga í þættinum er Högni Egilsson sem mun flytja lagið Little Drummer Boy eftir bandaríska tónskáldið Katherine Kennicott Davis. Meðal annara flytjenda eru sænsku söngvararnir Thøger Dixgård, Albin Lee Meldau og Miriam Bryant.

Ljósmyndina tók Florian Trykowski.