Hnyttið svar Gretu Salóme vekur athygli

Mynd: Skjáskot / RÚV

Hnyttið svar Gretu Salóme vekur athygli

21.02.2016 - 08:51

Höfundar

Greta Salóme Stefánsdóttir fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni í gærkvöld með laginu Hear them Calling eftir að hafa unnið einvígið við lagið Now eftir Ölmu Guðmundsdóttur. Hnyttið svar Gretu eftir að úrslitin lágu fyrir sló í gegn á Twitter, þar vitnaði hún í fræg mismæli sem féllu í raunveruleikaþættinum Bandið hans Bubba.

Þetta er í annað skiptið sem Greta Salóme verður fulltrúi Íslands í Eurovision - árið 2012 keppti hún með lagið Never Forget sem hún söng með Jónsa. Þá fór Loreen með sigur af hólmi en sænska söngkonan sló í gegn í Laugardalshöll þegar hún flutti lagið sitt Euphoria.

Greta Salóme sló á létta strengi þegar hún var tekin tali skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og vitnaði í fræg ummæli keppenda í Bandinu hans Bubba við mikla kátínu á Twitter.

Greta ræddi einnig við Felix Bergsson eftir að formlegri keppni lauk. Þar bent hún meðal annars á hversu margar konur hefðu keppt í Söngvakeppninni sem lagahöfundar. Af sex lögum sem kepptu í gærkvöld voru fimm þeirra eftir konur að öllu eða einhverju leyti. Hún sagðist heldur aldrei hafa lent í því að hafa verið í viðtali þar sem vindvélin - sem er staðalbúnaður í Eurovision - væri í fullum gangi.

Mynd: Skjáskot / RÚV