Undanfarið ár er það langhlýjasta á Norðurskautinu frá því mælingar hófust. Bandaríska loftslags- og haffræðistofnunin NOAA greindi frá því í árlegri skýrslu sinni sem birt var í kvöld að á tímabilinu október 2015 til september 2016 hefði lofthiti á Norðurskautinu verið tveimur gráðum hærri en meðaltal áranna 1980-2010.