Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hlýjasta ár sögunnar á Norðurskautinu

13.12.2016 - 21:55
GRE01-19981102-LONDON, UNITED KINGDOM: Polar Bears in Alaska, USA, in September this year. Greenpeace claim Monday 02nd November that the effects of global climate change, including the melting and retreat of Arctic sea ice, is affecting polar bear
Síðasti El Niño hafði fordæmalaus áhrif á hafís. Mynd: EPA - GREENPEACE
Undanfarið ár er það langhlýjasta á Norðurskautinu frá því mælingar hófust. Bandaríska loftslags- og haffræðistofnunin NOAA greindi frá því í árlegri skýrslu sinni sem birt var í kvöld að á tímabilinu október 2015 til september 2016 hefði lofthiti á Norðurskautinu verið tveimur gráðum hærri en meðaltal áranna 1980-2010.

Samanburðurinn við árið 1900 er enn meira sláandi, núna er lofthiti Norðurskautsins þremur og hálfri gráðu hærri en hann var þá.

Hlýnandi vetrarmánuðir eru sérstakt áhyggjuefni að mati stofnunarinnar. Janúar, febrúar, október og nóvember í ár voru þeir hlýjustu sem um getur á norðurslóðum.

Í fréttatilkynningu sem NOAA sendi frá sér í kvöld segir að afleiðingarnar af þessum hlýindum væru þær að Norður-Íshafið legði mun síðar en vanalega, bráðnun Grænlandsjökuls væri meiri og snjóþekja á norðurslóðum minni.