Hlutabréf rétta úr kútnum í Japan

24.05.2013 - 08:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Nikkei hlutabréfavísitalan japanska hækkaði lítillega í dag eftir mestu lækkun í gær síðan í mars 2011. Hún féll þá um 7,3 prósent en hækkaði í dag um tæplega eitt prósent.

Í Evrópu lækkuðu vísitölur á helstu fjármálamörkuðum nokkuð í gær, en í dag hækkuðu þær nokkuð í upphafi viðskipta. Ástæða niðursveiflunnar í gær var fyrst og fremst rakin til þess að nýjar hagtölur frá Kína stóðu ekki undir væntingum. Sömuleiðis óttast fjárfestar að stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggist draga úr stuðningi sínum við fjármálamarkaðinn.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi