Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hlutabréf falla úti í Evrópu

16.03.2020 - 08:53
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló féll um rúmlega fimm prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Sömu sögu er að segja í kauphöllum víðar í Evrópu.

Að sögn norskra fjölmiðla lækkaði verð hlutabréfa í lággjaldaflugfélaginu Norwegian um rúm sjö prósent og hlutabréf í SAS hrundu um tæp tíu prósent. Forstjóri SAS tilkynnti í gær að níu af hverjum tíu starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt tímabundið upp störfum vegna samdráttar, - um tíu þúsund manns.

Sömu sögu er að segja úr kauphöllunum í Lundúnum, París, Mílanó og Frankfurt. Hvarvetna féllu vístölurnar um yfir fimm prósent í fyrstu viðskiptum. Í Madríd lækkaði vísitalan um 4,8 prósent.

Verð hráolíu úr Norðursjó hefur lækkað um yfir þrjú prósent frá því að viðskiptum lauk á föstudag. Tunnan kostaði í morgun tæplega 33 dollara. Bandarísk hráolía fór um tíma undir þrjátíu dollara á markaði í Asíu. Verðið hækkaði þó að nýju þegar leið á daginn.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV