Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hlustaðu á lögin sem keppa í kvöld

13.02.2016 - 12:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í kvöld. Þá keppa sex flytjendur um að komast áfram í úrslit en þrír komast áfram. Högni Egilsson flytur opnunaratriði kvöldsins en mikil leynd ríkir yfir því. Þá munu Pollapönkarar flytja syrpu af Eurovision-lögum.

Síðast komust lögin Raddir í flutningi Grétu Salóme, Óstöðvandi í flutningi Karlottu Sigurðardóttur og Hugur minn er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar áfram í úrslit.

Úrslitakvöldið fer svo fram 20. febrúar í Laugardalshöll þar sem Eurovision-stjörnurnar Loreen og Sandra Kim munu skemmta gestum.

Útsending frá seinna undanúrslitakvöldinu hefst í kvöld klukkan 20.00 og eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir kynnar keppninnar.

Lögin sex sem keppa í kvöld má hlusta á hér að neðan.

Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson. Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Símakosninganúmer: 900 9901.
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Lag og texti: Erna Mist og Magnús Thorlacius. Flytjendur: Erna Mist og Magnús Thorlacius. Símakosninganúmer: 900 9902.
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir Ólöf / RÚV RÚV
Lag og texti: Karl Olgeirsson. Flytjandi: Helgi Valur Ásgeirsson. Símakosninganúmer: 900 9903.
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir. Flytjandi: Elísabet Ormslev. Símakosninganúmer: 900 9904.
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Lag og texti: Þórir Úlfarsson. Flytjandi: Pálmi Gunnarsson. Símakosninganúmer: 900 9905.
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Lag: Alma Guðmundsdóttir og James Wong. Texti: Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda Dís Arnardóttir. Flytjandi: Alda Dís Arnardóttir. Símakosninganúmer: 900 9906.
asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV