„Hlökkum geðveikt til að deila sviði með þeim“

Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson / Canon Mark 1D X

„Hlökkum geðveikt til að deila sviði með þeim“

08.06.2017 - 15:27

Höfundar

Liðsmenn bandarísku rokksveitarinnar Dinosaur Jr. hafa valið íslensku hljómsveitina Oyama til að hita upp fyrir sig á tónleikum í Silfurbergi Hörpu þann 22. júlí. Meðlimir Oyama eru í skýjunum yfir þessum fréttum, enda hefur tónlist Dinosaur Jr. haft mikil áhrif á þau.

„Við hlökkum geggjað mikið til,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, en hann og Júlía Hermannsdóttir meðlimir Oyama voru í viðtali í Popplandi á Rás 2 í dag. „Þetta passar ágætlega fyrir okkur, þar sem við höfum vitnað í þessa hljómsveit í okkar lagasmíðum og erum frekar miklir aðdáendur,“ segir Júlía.

Dinosaur Jr. var stofnuð árið 1984 og er gjarnan nefnd háværasta hljómsveit rokksins. Í gegnum árin hafa orðið breytingar á áhöfn sveitarinnar, en stofnmeðlimir hennar, J. Mascis, Lou Barlow og Murph, komu aftur saman 2005. Síðan hafa síðan komið frá henni fjórar plötur.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Dinosaur Jr. heldur tónleika á Íslandi í sumar