Hljóðbók í heitapottinum

Mynd með færslu
 Mynd:

Hljóðbók í heitapottinum

17.11.2014 - 15:58
Á bókmenntahátíðinni Bókavík má meðal annars hlusta á hljóðbók í heitapottinum í sundlauginni í Hólmavík, lesa upp eigin ritsmíð á bókasafninu, senda inn ljóð og smásögur í samkeppni og fleira og fleira. Samfélagið ræddi við Esther Ösp Valdimarsdóttur um dagskrá og tilkomu Bókavíkur.

Bára Örk Melsted, Andri Snær Magnason og Eiríkur Örn Norðdahl eru í dómnefnd sem velur bestu smásöguna. Andri Snær mun sækja Hólmavík heim og kynna niðurstöðu dómnefndar og lesa upp úr verkum sínum.

Hér má fræðast ögn meira um Bókavík.