Hleypur maraþon á dag í 21 dag

27.06.2014 - 21:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Þegar Tékkinn Réné Kujan komst aftur á fætur eftir alvarlegt bílslys ákvað hann að nota fæturna til góðs og hlaupa til styrktar góðum málefnum. Nú hleypur hann þvert yfir Ísland - maraþon á dag í 21 dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem René sést á hlaupum um Ísland. Í hittifyrra hljóp hann hringinn, í fyrra frá nyrsta tanga landsins til þess syðsta, og núna er hann næstum því hálfnaður með rúmlega 900 kílómetra hlaup frá Gerpi vestur á Bjargtanga. Hann hleypur til styrktar íþróttasambandi fatlaðra og Hollvinum Grensásdeildar og ætlar ekki að vera lengur en 21 dag á leiðinni. „Þannig að ég þarf að hlaupa að minnsta kosti eitt maraþon á dag eða rúma 42 kílómetra. Í gær hljóp ég 50 kílómetra,“ segir hann. 

Réné ýtir hlaupakerru á undan sér og í henni er allt sem hann þarf. Allt frá tannbursta upp í svefnpoka og tjald. „Hér er maturinn og það þyngsta er á botninum.“ Maturinn er bensínið í þessum leiðangri. „Já, ég borða mikið. Mörg súkkulaðistykki, fisk - íslenskan fisk og líka harðfisk.“

Það er púl að hlaupa heilt maraþon á dag. En samt er það ekki líkamlega erfiðið sem Réné finnst erfiðast. „Erfiðast? Stundum er erfitt að finna stað til að tjalda á til að sofa yfir nóttina.“

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi