Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Hlaupið að minnka

03.11.2010 - 16:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Hlaupið í Gígjukvísl hefur nú náð hámarki við upptök þess og fer nú minnkandi þar. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur, sem staddur er við útfall hlaupsins við Skeiðarárjökul, telur að það sé að ná hámarki núna við brúna yfir Gígjukvísl.

Oddur segir að vatnið bulli upp af miklum krafti en það sé greinilega farið að lækka í því. Hann telur að hlaupið hafi náð hámarki þar sem það kemur undan jöklinum og gæti verið að ná hámarkið við brúna núna, en það tekur vatnið 2-3 tíma að ná þangað.


Oddur býst við að vatnsrennsli og vatnshæð minnki ört og verði orðin frekar lítil á morgun. Hann segist hins vegar ekki geta spáð því með nokkru móti hvort eldgos sé væntanlegt eða ekki. Hins vegar hafi Skeiðará fest sig í þeim farvegi sem hún var í, að renna vestur með jökuljaðrinum og í Gígjukvísl þannig að hún muni ekki fara í gamla farveginn í bráð.