Hlaupa yfir kjöl

07.07.2013 - 13:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Þrjár konur hlaupa af stað eftir hádegi í dag frá Gullfossi, norður Kjöl og suður Sprengisand. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Christine Bucholz og María Jóhannesdóttir ætla að hlaupa þessa leið til styrktar MS-félaginu og er áætlað að ferðalagið taki 9 daga.

Leiðin er tæplega 400 kílómetrar og því hlaupa þær nær heilt maraþon á dag. 

Hlaupararnir leggja af stað frá Gullfossi klukkan 2 í dag, en áður en þær leggja af stað ætlar söngkonan Unnur Eggertsdóttir að syngja fyrir hlaupara og gesti.

Upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja málefnið má finna á vef MS-félagsins.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi