Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli

11.10.2013 - 20:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Hlaup sem varð í Vestari Jökulsá í Skagafirði í ágúst í sumar, kom úr sigkatli í Hofsjökli. Þetta var staðfest í haustmælingaferð Veðurstofunnar á jökulinn á miðvikudaginn, og sagt er frá á heimasíðu Veðurstofunnar.

Ketillinn er í norðanverði brún jökulsins; hann var 30 til 50 metra djúpur, aflangur til vest norðvesturs og um 700 metrar á lengi veginn. Yfirborð jökulsins er, eins og vænta má, mjög sprungið á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir að undir jöklinum þarna sé háhitasvæði; oft hefur orðið vart brennisteinsfýlu við norðurjaðar Hofsjökuls, en til þessa hefur ekki tekist að mæla jarðhitavatn í afrennslinu. Veðurstofan minnir ferðamenn á þessum slóðum að hafa varann á.