Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hjól losnaði undan strætó á Miklubraut

12.03.2013 - 11:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Hjól losnaði undan strætisvagni á Miklubraut klukkan níu í morgun. Hjólið rakst utan í tvo bíla og olli nokkrum skemmdum en Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki reiðubúinn til að meta hversu mikið tjónið væri á bílunum tveimur og strætisvagninum. Engin meiðsl urðu á fólki.

Reynir segir þetta hafa komið fyrir áður en svona tilvik séu þó mjög sjaldgæft. Talsverðan tíma tók að gera við strætisvagninn á Miklubrautinni en þær viðgerðir höfðu ekki teljandi áhrif á umferð.  Reynir segir að ekki hafi verið búið að yfirfæra alla bíla Strætó eftir óveðrið í síðustu viku en snjórinn, sem fylgdi því, kann að hafa átt sinn þátt í óhappinu.