Hjaltalín snýr aftur með Barónessu

Mynd með færslu
 Mynd:

Hjaltalín snýr aftur með Barónessu

04.01.2019 - 13:29

Höfundar

Hljómsveitin Hjaltalín sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband, auk þess að boða frekari útgáfu á árinu og stórtónleika í Eldborg í haust.

Sveitin gaf síðast út lag árið 2015 og hefur hálfvegis legið í dvala um nokkurra ára skeið. Þeirra síðasta breiðskífa, Enter IV, kom út árið 2012 og fékk gríðargóðar viðtökur gagnrýnenda og almennings, fékk til að mynda fjölmargar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, auk tónlistarverðlauna tímaritsins The Reykjavík Grapevine. Nýja lagið ber heitið „Baronesse“ og er eftir Hjört Ingva Jóhannsson, hljómborðsleikara sveitarinnar. Myndbandið við lagið gerði Andrea Björk Andrésdóttir.

Tengdar fréttir

Tónlist

Airwaves: Litið við á æfingu hjá Högna