Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku

04.01.2016 - 06:35
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Hjálpræðisherinn hefur sótt um lóð í Sogamýri í Reykjavík, milli lóðarinnar þar sem moska Félags múslima á að rísa og hjúkrunarheimilisins Markarinnar. Þar vill söfnuðurinn reisa um þúsund fermetra hús fyrir starfsemi sína.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Eude, deildarstjóri Hjálpræðishersins, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki standi til að reka gistiheimili í nýja húsinu eins og gert hefur verið um árabil í Kirkjustræti. Ætlunin sé að byggja safnaðarmiðstöð sem henti hefðbundnu safnaðarstarfi og öðru starfi sem einkennandi er fyrir Hjálræðisherinn. Vilji sé til þess að í nýja húsinu verði fjölskyldumiðstöð og móttaka fyrir innflytjendur. Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að selja Herkastalann við Kirkjustræti og segir Gunnar að þegar hafi ýmsir sýnt því áhuga að kaupa húsið.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV