Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Hjálparsveitarmenn á staðnum

21.05.2011 - 20:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Tíu til tólf manna hópur frá Hjálparsveit skáta var við Bárðarbungu þegar eldgosið hófst í Grímsvötnum. Þar á milli eru um fimmtíu kílómetrar en hópurinn var beðinn um að fara í átt að Grímsvötnum og taka sýni sem hægt verður að nota við rannsókn á gosinu.

Fólkið er lagt af stað í átt að Grímsvötnum á snjósleðum en ekki er gert ráð fyrir að það lendi í hættu.

Lögreglan er að fara á Skeiðarársand og verður með vöktun.