Hjálpar fólki að rjúfa einangrun

Mynd með færslu
 Mynd:

Hjálpar fólki að rjúfa einangrun

09.09.2013 - 19:00
Einbeitingin skein úr augum keppenda á hraðskákmóti Vinaskákfélagsins í dag. Varaforseti félagsins segir skákina hjálpa fólki með geðraskanir að rjúfa félagslega einangrun.

Daglega hittist nokkur fjöldi fólks, sem glímir við geðraskanir, til að tefla í félagsmiðstöðinni Vin á Hverfisgötu, sem rekin er af Rauða krossinum. Í dag var haldið upp á tíu ára afmæli Vinaskákfélagsins og af því tilefni var slegið upp hraðskákmóti.

Þá reynir á snerpu og einbeitingu keppenda. Varaforseti félagsins segir skákina auðga líf þeirra sem koma í Vin og rjúfa félagslega einangrun þeirra. „Margir finna sig í skákinni og kannski engu örðu. Skáklífið hér hefur verið fyrsta skrefið hjá mörgum að komast út úr þeirri herkví sem fólk sem á við geðraskanir að stríða getur oft átt við að stríða.“

Skákáhugi þeirra sem koma í Vin hefur eflst á undanförnum árum og tefla sveitir Vinaskákfélagsins á Íslandsmóti skákfélaga og fleiri mótum. „Þeir eru orðnir miklu betri en ég margir hérna og farnir að stúdera eins og rússneskir stórmeistarar. Þannig að það er mjög gaman að fylgjast með framförunum, áhuganum og þeirri gleði sem þetta skapar.“

Hörður Jónasson hefur verið atvinnulaus lengi og kemur daglega í Vin til að telfla. Hann segir skákina hafa gert mikið fyrir sig. „Besta starfið við hérna félagsskapurinn hérna, bara koma hingað og hitta aðra.“