Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hittast í tilefni af afmæli NATO

27.03.2019 - 14:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ræðast við í Hvíta húsinu á þriðjudag í næstu viku, að því er forsetaembættið greindi frá í dag. Fundur þeirra er í tilefni af sjötíu ára afmæli bandalagsins. Stofnsáttmáli þess var undirritaður í Washington 4. apríl 1949.

Á sunnudaginn kemur eru sjö áratugir liðnir frá því að Alþingi samþykkti lög um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Óeirðir brutust út á Austurvelli þegar það gerðist.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV