Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hitler víða talinn vanmetinn

Mynd með færslu
 Mynd: DPA - EPA

Hitler víða talinn vanmetinn

09.10.2016 - 10:38

Höfundar

Á Vesturlöndum er Hitler talinn vitfirrtur þjóðarmorðingi en víða annars staðar er hann talinn vanmetinn leiðtogi sem eðlilegt sé að sækja innblástur til. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er langt því frá eini þjóðarleiðtoginn sem vitnar í Hitler með velþóknun.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja sagði á dögunum að Hitler hefði slátrað þremur milljónum gyðinga. Á Filippseyjum væru 3 milljónir fíkniefnaneytenda sem hann myndi glaður slátra sjálfur. Á Filippseyjum eru þessi ummæli ekki talin axarskaft eða klaufaleg athugasemd. Þvert á móti er talið líklegt að gríðarlegar vinsældir hans aukist enn frekar.

epa05309814 Presumptive president-elect Rodrigo Duterte, reacts during a press conference before he meets well-wishers in Davao city, southern Philippines, 16 May 2016. On 15 May 2016, Duterte said that he will urge Congress to restore death penalty and
 Mynd: epa
Rodrigo Duterte sækir innblástur í Hitler

David Clay Large er sérfræðingur í sögu Þýskalands og sérstaklega valdatíð nasista og skrifar grein um málið í Foreign Policy. Hann segir að jákvæð viðhorf í garð Hitlers hafi lengi verið algeng utan hins vestræna heims og séu enn þann dag í dag. 

Í mörgum þróunarlöndum sé útbreidd fáfræði um helförina og draumóra hans um heimsyfirráð. Þar sé síður lítið á hann sem umfangsmikinn fjöldamorðingja og meiri áhersla lögð á meinta hæfileika hans til að halda uppi ströngum aga og reglu og til að skera burt þjóðfélagsmein. Hann sé víða talinn merkur baráttumaður gegn heimsvaldastefnu.

epa03361287 Zimbabwean President Robert Mugabe (R) greets Prime Minister Morgan Tsvangirai (L) while Vice Presidents John Nkomo (2-L) and Joyce Mujuru (2-R) looks on during the events held at the National Heroes Acre, Harare, Zimbabwe, 13 August 2012,
Joice Mujuru og Robert Mugabe meðan allt lék í lyndi. Mynd: EPA
Robert Mugabe segist vera Hitler vorra tíma

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe hefur líkt sjálfum sér við Jesú Krist og Hitler. „Ég er enn Hitler okkar tíma. Sá Hitler hefur bara eitt markmið, réttlæti og fullveldi fyrir þegnana, viðurkenningu á sjálfstæði þjóðarinnar og að tryggja réttindi yfir auðlindum þeirra. Ef þessi barátta mín þýðir að ég sé eins og Hitler, þá vil ég vera margfaldur Hitler," sagði Mugabe árið 2003. 

Svipaða sögu er að segja frá Indónesíu. Suharto, annar forseti landsins sá þriðja ríki nasismans sem fyrirmynd fyrir miðstýrt hernaðarveldi sitt. Fyrsti forsetinn, Sukarno, sem leiddi sjálfstæðishreyfingu þjóðarinnar gegn Hollendingum, talaði opinskátt um aðdáun sína á stoltri þjóðardýrkun í þriðja ríkinu í Þýskalandi Hitlers. Enginn skortur er á nasískum táknum í landinu en minni þekking á helförinni eða neikvæðum hliðum nasismans, segir David Clay Large.

Police officers examine debris at the site where an explosion went off in Jakarta, Indonesia Thursday, Jan. 14, 2016.  Attackers set off explosions at a Starbucks cafe in a bustling shopping area of downtown Jakarta and waged gun-battles with police
 Mynd: AP
Í Indónesíu eru sterkir valdamenn eins og Hitler í miklum metum

Gadjah Mada, sagnfræðiprófessor við Yogyakarta-háskóla í Indónesíu segir að nemendur sínir þekki ekkert til gyðingaofsókna en líti á Hitler sem byltingarhetju á svipaðan hátt og Che Guevara. Ekki sem einræðisherra sem beri ábyrgð á dauða milljóna manna. Sterkir valdamenn séu í miklum metum í landinu. Það, ásamt útbreiddri fáfræði, leiði til vinsælda Hitlers nú á dögum.

epa05327148 Turkey's President Recep Tayyip Erdogan speaks during a press conference at the end of the World Humanitarian Summit at Istanbul congress center in Istanbul, Turkey, 24 May 2016. World leaders met for two days in Istanbul for an
 Mynd: EPA
Erdogan forseti Tyrklands segir Þýskaland Hitlers fyrirmynd um sterkt forsetaræði

Jákvæð viðhorf í garð Hitlers séu algeng í Miðausturlöndum, meira að segja í Tyrklandi þar sem lýðræðishefðin er mest. Mustafa Kemal Atatürk, faðir lýðræðis í Tyrklandi var mikil fyrirmynd Hitlers, ekki síst það hvernig Atatürk barðist gegn trúarlegri innrætingu á opinberum vettvangi og í skólum. Atatürk mærði ekki Hitler opinberlega en það gerðu ýmsir samstarfsmenn hans. Núverandi forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, hefur talað um Þýskaland Hitlers sem fyrirmynd um sterkt forsetaræði.

epa04866294 A handout picture made available by the Office of the Egyptian President shows the Saudi Deputy Crown Prince, second Deputy Premier and Minister of Defense, Mohammed bin Salman (L), sitting with the Egyptian President, Abdel Fattah al-Sisi (R)
Mohammed bin Salman, krónprins Sádí Arabíu, og Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í Kaíró í gær. Mynd: EPA - OFFICE OF THE EGYPTIAN PRESIDENT
Margir Egyptar vildu sterkan leiðtoga eins og Hitler

Herforinginn og einræðisherra Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, hefur forðast beina samlíkingu við Adolf Hitler en margir fylgjendur hans hafa ekki verið svo hlédrægir. Sjónvarpsstjarnan Soheir al-Babli, sagði um það leiti sem al-Sisi var að ræna völdum að landar hennar „vissu að Egyptar þyrftu sterkan leiðtoga eins og Hitler til að refsa hinum seku fyrir brot sín." Margir Egyptar hafa líkt honum við Hitler, enda persónudýrkunin gríðarleg. Andstæðingar eru óvinir ríkisins, frjáls fjölmiðlun brotin á bak aftur, öfgaþjóðernisstefna ríkjandi og útlendingahatur grasserandi. 

Í Pakistan, eins og í Indónesíu, er ekkert verið að dylja aðdáun á Hitler. Þessi hrifning er kannski minnihlutaskoðun en engu að síður áberandi og oft notuð í tengslum við þá sem standa fast á meiningu sinni og gefa ekkert eftir. Mörgum Vesturlandabúum bregði í brún, ekki síst Þjóðverjum, þegar þeir verða vitni að þessu. Þýski blaðamaðurinn Hasnain Kazim skrifaði einmitt í Der Spiegel að hann hefði farið til rakara sem hefði verið svo ánægður með árangurinn að hann líkti kúnnanum við Hitler. Á leið heim frá rakaranum keyrði hann á eftir bíl með númeraplötu sem á stóð, „Ég fíla nasista".

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Aðdáun á sterkum leiðtoga og reglufestu, vanþekking og þjóðernishyggja er víða sterk

Aðdáun á Hitler sé enn meiri í nágrannaríkinu Indlandi og Mein Kampf víða til sölu í bókaverslunum. Sumir segja að aðdáun á Hitler sé vegna vanþekkingar á Helförinni en aðrir að hún sé vegna forvitni á sjúklegu eðli mannsins. Enn aðrir tengja hana við aukinn áhuga á þjóðernishyggju hindúa og jafnvel réttlætingu á illri meðferð hindúa á múslimum. Eins og víða annars staðar er það líka aðdáun á hinum sterka leiðtoga og reglufestu.

epa03611382 A file picture taken on 03 February 2006 shows Venezuelan President Hugo Chavez (L) embracing Cuban leader Fidel Castro (R) during the creation of Cultural Found of the Bolivarian Alliance for the Americas, in Havana, Cuba. Venezuelan Vice
 Mynd: EPA - EFE
Hitler hefur víða niðrandi og lítilsvirðandi merkingu í Suður-Ameríku

Nafn Hitlers er víða notað í niðrandi og lítilsvirðandi merkingu í Suður-Ameríku en margir nasistar leituðu þar skjóls eftir heimsstyrjöldina síðari. Hugo Chávez, fyrrverandi forseti Venezuela, líkti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands við Hitler og meinti það ekki sem hrós. Þjóðverjum blöskraði samlíkingin en gátu huggað sig við að andstæðingar Hugo Chávez líktu honum við Adolf Hitler. 

Tengdar fréttir

Styr stendur um bernskuheimili Hitlers

Evrópusambandið

Boris Johnson: ESB á sömu vegferð og Hitler

Stjórnmál

Þýskir þjóðernissinnar á söguslóðum Hitlers

Menningarefni

Nýtt fjögurra binda verk um daga Hitlers