Hitinn í Bandaríkjunum drepur

09.07.2012 - 18:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Að minnsta kosti 42 hafa látið lífið í hitabylgju sem gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna og miðvesturríkin. Uppskera hefur skrælnað og vegir og járnbrautarteinar skemmst í hitanum.

Hundruð hitameta hafa verið slegin um helgina. Búist er við stormum vegna hitamismunar. Enn er víða rafmagnslaust í sex fylkjum eftir óveður sem fór yfir fyrir viku. Fjöldi manna hefur dáið úr hita á heimilum sínum þar sem loftkæling hefur farið úr lagi vegna rafmagnsleysis.

Hitinn hefur komist í 41°C í höfuðborginni Washington og í 42 gráður í St. Louis í Missouri. Þetta er nærri því að vera mesti hiti frá því mælingar hófust. Sumarskólum hefur verið lokað í Chicago. Þar hafa tíu hafa dáið úr hita og að minnsta kosti tugur manna í ríkjunum Virginíu og Maryland hvoru um sig. Þá hefur fólk dáið vegna hitans í Wisconsin, Ohio, Pennsylvaníu og Tennessee. Á sama tíma hefur að minnsta kosti 171 farist í flóðum á Krímskaga og gríðarlegar rigningar hafa  valdið flóðum m.a. í Bretlandi og Svíþjóð þar sem vatnsyfirborð í ám í Smálöndum hefur hækkað um tvo metra.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi