Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Hindra framkvæmdir í Gálgahrauni

23.09.2013 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 20 manns hafa tekið sér stöðu við hraunkambinn í Gálgahrauni og vilja þannig koma í veg fyrir að framkvæmdir geti hafist við lagningu vegar yfir hraunið. Verktakar mættu á staðinn í morgun með tvær gröfur og hafa nú girt af vinnusvæðið og eru mótmælendurnir innan þess.

Hraunavinir krefjast þess að verktakarnir haldi að sér höndum þar til skorið verður úr um lögmæti framkvæmdanna fyrir dómstólum.