Um 20 manns hafa tekið sér stöðu við hraunkambinn í Gálgahrauni og vilja þannig koma í veg fyrir að framkvæmdir geti hafist við lagningu vegar yfir hraunið. Verktakar mættu á staðinn í morgun með tvær gröfur og hafa nú girt af vinnusvæðið og eru mótmælendurnir innan þess.