Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hildur enn engin viðbrögð fengið

02.01.2019 - 14:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur enn engin viðbrögð fengið við kröfu sinni um að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri víki úr þriggja manna starfshópi sem á að vinna úr skýrslu innri endurskoðunar um Braggamálið.

Hildur var skipuð í hópinn sem fulltrúi minnihlutans, ásamt Degi og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs. Hún sagði fyrir ellefu dögum að nánari lestur á skýrslunni sýndi að hún væri áfellisdómur yfir Degi og hann ætti því að víkja úr starfshópnum, annars mundi hún sjálf gera það.

Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð Dags og Þórdísar Lóu vegna þessa síðan, en án árangurs. Hildur segir að hópurinn hafi átt að hittast strax á nýju ári, sem þýði líklega í næstu viku, og hún muni ganga eftir svörum þá.