Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hífaðir þrestir og sjaldgæfir fuglar

14.09.2017 - 12:42
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons - Wikimedia
Ríkuleg uppskera rifsberja og reyniberja gleðja nú þresti víða um land. Alkunna er að sumir þrestir verða góðglaðir af gerjuðum berjum og lenda þá í því að fljúga á gluggarúður. Nokkuð er um erlendar fuglategundir á landinu þessa daga, meðal annars: Gráhegri í Vestmanneyjum, Gulllóa á Áltfanesi og 22 fjöruspóar á Dynjandi í Nesjum.

Gráhegrar sjást æ oftar á Íslandi.

Á Þvottá fjórar krákendur og hin sjaldgæfa ameríska önd krummönd (l. melanitta americana). Tegundin er á lista yfir fuglategundir í útrýmingarhættu. Krummöndin er stór sjávarönd allt að 49 cm að lengd. Karlinn er svartur með stórskorinn kraftmikinn ljósgulan gogg. Krummönd á heimkynni nyrst í Norður-Ameríu, í Labrador og Nýfundnalandi og við Hudson-flóa og Síberíumegin við Beringssund. Hún hefur vetursetu við San Francisco, á Atlantshafi, Mexikóflóa og í Asíu allt suður til Kína.

Mynd með færslu
Krummönd á sundi. Mynd: CalPhotos - iNaturalist.org
Krummönd er á lista yfir fugla í útrýmingarhættu.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV