Hesturinn Skuggi kann að telja

Mynd með færslu
 Mynd:

Hesturinn Skuggi kann að telja

19.03.2013 - 20:32
Það er ýmsu skrökvað upp á Hafnfirðinga, en það er engin lygi að þar í bæ býr gáfaður hestur.

Hesturinn Skugga-Sveinn er dálítið óvenjulegur því hann kann að telja.  Jónína Valgerður Örvar, eigandi hestsins, segist hafa kennt Skugga að telja á föstudag. Alveg óvart.  

Það var vinkona Jónínu Valgerðar sem stakk upp á því að hún kenndi hestinum að telja. Það var þegar vinkonan sá Skugga, eins og Skugga-Sveinn er alltaf kallaður, gera spænska sporið. En þetta er ekki það eina. Skuggi getur líka lagt saman.